Átraskanir

Átraskanir eru sálfræðilegt vandamál. Oft heldur fólk því fram að það sé ekki með átröskun vegna þess að það er í kjörþyngd osfrv. Þeir sem þjást af átröskunum einkennast af því að vera stöðugt að hugsa um þyngd og útlit. Oft er líkamsrækt stunduð í óeðlilega miklum mæli og mataræði oft sett fram sem megináhugamál. Tengsl viðkomandi við mat einkennist af þráhyggju, með mikið af reglum um hvað megi og hvað megi ekki borða.  Hugræn aferlismeðferð er þannig sett fram að viðkomandi breytir hegðun og hugsun sem eru hluti af átröskun og fær aukin lífsgæði að launum. 

 

Skjólstæðingar

Margir sem þjást af átröskunum eru ekki endilega meðvitaðir um að þeir séu að þjást af átröskunum. Oftar en ekki telur fólk næringu og heyfingu sem áhugamál. En þegar nánar er á litið er ljóst að viðkomandi er í stanslausu stríði við eigin regur sem settar eru fram á öfgakenndan hátt.   

Vandamálin

Um almenna kvíðaröskun

Um áráttu og þráhyggju

Um átraskanir

Um félagsfælni.

Um þunglyndi

Önnur vandamál sem Fjóla hefur unnið með eru afmörkuð fælni, flughræðsla, frammistöðukvíði tónlistarfólks, frjósemisvandi, heilsukvíði, hjónabandsráðgjöf, langvarandi verkjavandamál, líkamsskynjunarröskun, ofsahræðsla, sorg í tengslum við krabbamein, svefnleysi, víðáttufælni og fleira.