Rétt greining er lykilatriði

Áður en meðferð hefst er mikilvægt að greina vel hvar skal hefjast handa. Í greiningarviðtali er lykilatriði að skilja vandann í smáatriðum.  Skjólstæðingar og meðferðaraðilar koma sér saman um meðferðaráætlun. Sálfræðingar eru með mismunandi sérhæfingu og ef í greiningarviðtalinu kemur í ljós að vandamál viðkomandi er á sérsviði greinandans er mælt með meðferð. Ef ekki, eru ábendingar um aðra sálfræðinga með sérhæfingu í því vandamáli sem liggur fyri lagðar fyrir.

Venjulegir meðferðartímar standa yfir í 50 mínútur. Greiningarviðtalið stendur yfir í 1.5 klukkustund. Það fer eftir vandamálinu sem á í hlut og leiðbeiningum um vandamálið hve marga meðferðartíma þarf til. Að sjálfsögðu er einstaklingsbundið hve marga tíma viðkomandi getur mætt í vegna fjármagns og tíma, og aðlagar Fjóla meðferð sína eins og hægt er eftir því. Í sálfræðstörfum sínum erlendis hittir Fjóla að meðaltali skjólstæðinga sína í 12 sinnum.

Fjóla hefur stundað nám og störf í sálfræði í tvo áratugi og hefur því öðlast gríðarlega reynslu í að skilja sálfræðileg vandamál. En hvert greiningarviðtal hefst á sama hátt. Fjóla biður þig um að segja í þínum orðum hvað sé að hrjá þig. Eftir það setur hún fyrir viðeigandi staðlaða kvarða og greiningarviðtöl útfrá því sem er að hrjá þig.  En hver greining er einstaklingsmiðuð og er samhengið í lífi viðkomandi nýtt til að skilja vandann sem best.

Hægt er að bóka greiningarviðtal hér


Hugræn Atferlismeðferð

Hundruðir rannsókna sýna fram á árangur hugrænnar atferlismeðfeðar. Sálfræðimeðferð hefur tekið stakkaskiptum síðastliðin 20 árin. Ástæða þess er að gróska í rannsóknum á hugrænni atferlismeðferð hefur leitt í ljós með rannsóknum að jafnaði getur sálfræðimeðferð sýnt fram á sama árangur og geðlyf, en þegar til lengra tíma er litið, hafa áhrif sálfræðimeðferðar haldist lengur. Þetta gæti átt sér stað vegna þess að í hugrænni atferlismeðferð læriru ýmsa tækni til að takast á við andelga heilsu sem þú getur svo nýtt þér þegar ný vandamál koma upp í framtíðinni.


Vandamálin

Um almenna kvíðaröskun

Um áráttu og þráhyggju

Um átraskanir

Um félagsfælni.

Um þunglyndi

Önnur vandamál sem Fjóla hefur unnið mikið með eru afmörkuð fælni, flughræðsla, frammistöðukvíði tónlistarfólks, frjósemisvandi, heilsukvíði, langvarandi verkjavandamál, líkamsskynjunarröskun, ofsahræðsla, svefnleysi, víðáttufælni og fleira.


Nafn *
Nafn